Fótbolti

Lopetegui eldri kemur syni sínum til varnar: Þeir tóku 50 mörk af honum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lopetegui staldraði stutt við á Bernabeu
Lopetegui staldraði stutt við á Bernabeu vísir/getty
Jose Antonio Lopetegui, faðir Julen Lopetegui sem látinn var taka pokann sinn hjá Real Madrid í gær, kemur syni sínum til varnar og segir félagið hafa brugðist þegar því tókst ekki að finna arftaka Cristiano Ronaldo.

Einhverra hluta vegna var gamli maðurinn í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið El Mundo þar sem þetta kemur fram.

„Cristiano Ronaldo var svo góður. Hann skoraði 50 mörk á tímabili. Hans er saknað og þeim vantar markaskorara.“

„Þeir keyptu engan til að skora mörkin. Það var talað um Neymar og fleiri en enginn kom. Þeir tóku 50 mörk frá syni mínum,“ segir Lopetegui eldri.

Hann tekur þó skýrt fram að sonur hans hafi aldrei kvartað yfir gæðum leikmannahópsins hjá Evrópumeisturunum.

„Hann varð að vinna með það sem hann hafði og ekki misskilja mig. Hann er ánægður með þá leikmenn sem hann hafði. Hann segist alltaf vinna með frábæru fólki sem gefi allt í verkefnin. Hann kennir leikmönnum ekki um. Það var samt enginn til að skora mörkin. Hann var þarna þegar hann var ráðinn en svo fór hann,“ segir Lopetegui eldri.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×