Fótbolti

Réðust á viðskiptaráðherra Rússlands á kaffihúsi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir eru miklir mátar.
Félagarnir eru miklir mátar. vísir/getty
Tveir rússneskir knattspyrnumenn eru til rannsóknar hjá lögreglunni eftir að þeir réðust á viðskiptaráðherra Rússlands á kaffihúsi á mánudaginn.

Aleksandr Kokorin, leikmaður Zenit, og Pavel Mamaev, leikmaður Krasnodar, réðust að Denis Pak, viðskiptaráðherra Rússlands, á kaffihúsi. Hann þurfti að leita sér læknishjálpar eftir árásina.

Ekki hefur verið gefið upp hvers vegna knattspyrnumennirnir réðust að Denis en í yfirlýsingu frá rússneska deildinni er vonast eftir að leikmennirnir verði beittir þeim viðurlögum sem þeir eiga skilið.

Zenit mun bíða og sjá hvað gerist í málum Kokorin en þeir bíða eftir frekari skýrslu frá lögreglu áður en þeir taka ákvörðun um hvort að Kokorin verði leystur undan samningi eður ei.

Hins vegar í Krasnodar eru menn þegar farnir að leita leiða til þess að losa Pavel undan samningi. Þeir segja þó að það sé erfitt að losa menn undan samningi og leita þeir því leiða til þess að losa ofbeldismanninn Pavel frá félaginu.

Báðir eru þeir fyrrum landsliðsmenn Rússlands. Kokorin hefur leikið 48 landsleiki en missti af HM vegna meiðsla en Mamaev hefur leikið fimmtán leiki. Hann hefur þó ekki leikið með landsliðinu í nokkur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×