Sport

Besti tenniskappi heims mættur til Mallorca að hjálpa til í björgunarstörfum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nadal er númer eitt á tennislistanum.
Nadal er númer eitt á tennislistanum. vísir/getty
Besti tenniskappi heims, Rafael Nadal, hefur hjálpað löndum sínum á Mallorca að berjast við flóðið sem skall á bæinn Sant Llorenc des Cardassar í vikunni.

Talið er að minnst tíu séu látnir og fleiri sé saknað en mikil rigning hefur verið í bænum undanfarna daga. Þessa daganna vinnur spænska björgunarsveitin að björgunarstörfum.

Nadal hefur ekki látið sitt eftir liggja. Hann mætti á staðinn og myndband af honum birtist á vef AS þar sem hann hjálpaði heimamönnum að hreinsa vatn og leðju af svæðinu.

Það er ekki það eina sem Nadal hefur gert. Hann opnaði tennis akademíu á svæðinu árið 2016. Hann ákvað að nýta húsnæðið og nú geta heimilislausir gist þar, nýtt sér húsaskjól.

„Sorgmæddur dagur á Mallorca. Einlægar samúðarkveðjur til ættingja,” skrifaði Nadal á Twitter-síðu sína í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×