Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fellibylnum Michael sem gekk yfir Flórída í dag hefur verið lýst sem skrímsli. Íslensk kona sem býr í Panama City segir fólk hafa verið óundirbúið og að eyðileggingin sé gríðarleg. Við ræðum við konuna í kvöldfréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Einnig höldum við áfram að fjalla um braggann fræga í Nauthólsvík en forseti borgarstjórnar segir að það muni ekki fara eyrir í viðbót í framkvæmdir.  Við skoðum betur starfsmannamál hjá Eflingu en fjórir starfsmenn hafa hætt eða farið í veikindaleyfi á stuttum tíma. Framkvæmdastjórinn vill ekki tjá sig um hvort hann beri traust til viðkomandi starfsmanna. Rætt verður við Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar í kvöldfréttum.

Einnig fjöllum við um neyðarlendingu geimfara í dag, komum inn á loftslagsmálin og segjum ykkur frá áhuga menntamálaráðherra að halda heimsmeistaramótið í skák á Íslandi árið 2022.  Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×