Fótbolti

Svekkjandi tap gegn Norður-Írum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Sigurðsson spilar með U21 landsliðinu
Arnór Sigurðsson spilar með U21 landsliðinu vísir/getty
Íslenska U21 landsliðið í fótbolta tapaði fyrir því norður-írska í undankeppni EM í dag. Leikið var í Árbænum.

Ísland átti lítinn sem engann séns á að komast áfram í umspil um lokakeppni EM U21 eftir tap gegn Slóvökum í síðasta leik. Vonin er alveg úti eftir tapið.

Leikurinn á Floridanavellinum var ekki sérstaklega líflegur, mikið jafnræði var með liðunum og lítið um færi.

Sigurmarkið kom ekki fyrr en á 89. mínútu. Það gerði Daniel Ballard með skalla eftir hornspyrnu Jamie McDonagh.

Ísland á einn leik eftir í keppninni, gegn toppliði Spánverja á þriðjudaginn. Aftur verður leikið á Fylkisvellinum í Árbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×