Enski boltinn

Mourinho fylgdist með tveimur Serbum í Svartfjallalandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sergej Milinkovic-Savic í leik með Lazio.
Sergej Milinkovic-Savic í leik með Lazio. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var í Svartfjallalandi í gærkvöldi þar sem að hann horfði á leik heimamanna gegn Serbíu í C-deild Þjóðadeildarinnar.

Spænska íþróttablaðið AS segir Mourinho hafa verið þar til að fylgjast með tveimur leikmönnum serbneska landsliðsins; Sergej Milinkovic-Savic, leikmanni Lazio, og Nikola Milenkovic, miðverði Fiorentina.

Mourinho sat við hlið Predrag Mijatovic, fyrrverandi leikmanni og yfirmanni knattspyrnumála hjá Real Madrid, en Madrídarliðið hætti við að kaupa Milinkovic-Savic í sumar þegar að Lazio vildi fá 130 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Sergej, eins og hann er kallaður, er aðeins 21 árs en hefur verið einn besti miðjumaður ítölsku A-deildarinnar undanfarin misser. Milenkovic er sömuleiðis aðeins 21 árs gamall.

Miðvörðurinn var í byrjunarliðin en Sergej kom inn á sem varamaður síðustu ellefu mínúturnar í þægilegum 2-0 sigri Serba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×