Fótbolti

Mbappe sló met í jafnteflinu gegn Íslandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe á opinni æfingu franska landsliðsins fyrir leikinn gegn Íslandi.
Mbappe á opinni æfingu franska landsliðsins fyrir leikinn gegn Íslandi. vísir/getty
Síðasta ár hjá Kylian Mbappe, framherja PSG og franska landsliðsins, er búið að vera lyginni líkast.

Mbappe lék stórt hlutverk er Frakkland varð heimsmeistari í sumar en hann varð á dögunum sá yngsti í sögunni til þess að verða tilnefndur til Ballon D'or.

Í úrslitaleiknum á HM skoraði hann eitt marka Frakka. Hann er fyrsti táningurinn til þess að skora í úrslitaleik HM síðan Pele skoraði.

Í gær bætti Mbappe enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn er hann varð fyrsti leikmaður franska landsliðsins undir tvítugu til þess að skora tíu mörk.

Tíunda markið kom í vináttulandsleik gegn Íslandi í gærkvöldi en Mbappe skoraði bæði mörk Frakka í 2-2 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×