Viðskipti innlent

Mætt í röð fyrir utan nýju H&M á Hafnartorgi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndin var tekin upp úr klukkan hálf tólf og hefur fjölgað í röðinni síðan.
Myndin var tekin upp úr klukkan hálf tólf og hefur fjölgað í röðinni síðan. Vísir/Einar Árna
Þriðja verslun H&M verður opnuð á Hafnartorgi klukkan tólf á hádegi. Fjölmargir eru mættir í röð á rauðan dregil fyrir framan verslunina sem er sú fyrsta sem opnar á Hafnartorgi. Hún mun bjóða upp á H&M Home vörur, ásamt dömu-,herra- og barnafatnaði.

Dirt Roennefahrt, landsstjóri H&M á Íslandi, verður staddur opnunina. H&M rekur nú þegar eina verslun í Kringlunni og aðra í Smáralind.

Starfsmenn H&M eru við öllu búnir.Vísir/Einar Árna
Fyrstu þrír gestirnir sem beðið höfðu í röð fyrir utan verslunina fengu gjafabréf að andvirði 20 þúsund, 15 þúsund og 10 þúsund. Næstu hundrað gestirnir hlutu við komu gjafabréf að andvirði 2.000 kr.  

Í auglýsingu Regins fasteignafélags í dagblöðunum í dag segir að á næstunni opni fleiri spennandi alþjóðlegar verslanir í rýmum Hafnartorgs „sem eiga enga sína líka á landinu“. Þá verði yfir eitt þúsund bílastæði í kjallara torgsins.

Rúm tvö ár eru síðan byggingarframkvæmdir hófust á Hafnartorgi sem nú sér fyrir endann á. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar fyrir áramót og þær síðustu næsta vor þegar þessu heildarverkefni lýkur.

Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, skoðaði Hafnartorg með fulltrúa ÞG-verktaka 12. september. Fréttina má sjá að neðan.



Fréttin var uppfærð klukkan 14:51


H&M





Fleiri fréttir

Sjá meira


×