Fótbolti

Mbappé á forsíðu Time: Missti frá sér unglingsárin vegna fótboltans

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mbappe á opinni æfingu franska landsliðsins fyrir leikinn gegn Íslandi.
Mbappe á opinni æfingu franska landsliðsins fyrir leikinn gegn Íslandi. vísir/getty
Kylian Mbappé bjargaði heimsmeisturum Frakka frá tapi í vináttuleiknum gegn Íslandi í gærkvöldi með ótrúlegri innkomu þar sem að hann kom með beinum hætti að báðum mörkum franska liðsins í 2-2 jafntefli.

Ris Mbappé hefur verið með ólíkindum undanfarin misseri en varla nokkur maður vissi hver hann var fyrir tveimur árum síðan. Nú er hann einn besti leikmaður heims, heimsmeistari og framtíð fótboltans.

Hann er aðeins fjórði fótboltamaðurinn í sögunni til að prýða forsíðu tímaritsins Time en þar er hann kynntur sem einn af framtíðarleiðtogum heims.

„Líf mitt hefur snúist gjörsamlega á haus,“ segir Mbappé sem var fyrsti unglingurinn síðan 1958 til að skora í úrslitaleik HM á eftir Pelé í sumar.

Mbappé er uppalinn í úthverfum Parísar þar sem að hann lagði ótrúlega mikið á sig til að verða góður í fótbolta og komast eins langt og mögulegt er.

„Ég held ég hafi misst af sumum hlutum. Ég átti aldrei svona svokallaðar eðlilegar stundir sem krakkar og unglingar eiga. Ég fór ekkert út með vinum mínum og var ekkert að skemmta mér,“ segir Kylian Mbappé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×