Enski boltinn

Hazard hafði betur gegn Gylfa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eden Hazard var bestur í september.
Eden Hazard var bestur í september. vísir/getty
Eden Hazard, leikmaður Chelsea, var í dag kosinn leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Belginn magnaði skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir Chelsea sem er enn ósigrað í deildinni en Hazard hefur verið gjörsamlega magnaður undir stjórn Maurizio Sarri.

Hazard hafði betur í kosningunni gegn nokkrum leikmönnum, þar á meðal Gylfa Þór Sigurðssyni sem var tilnefndur fyrir frábæra frammistöðu sína með Everton í september.

Gylfi er eini íslenski leikmaðurinn sem hefur verið kosinn leikmaður mánaðarins en það afrekaði hann í mars árið 2012 þegar að hann var á láni hjá Swansea frá Hoffenheim.

Fyrr í dag var Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri nýliða Úlfanna, kosinn besti þjálfarinn en Úlfarnir hafa farið frábærlega af stað í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×