Fótbolti

Henry orðinn stjóri Mónakó

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Henry hættir sem aðstoðarlandsliðsþjálfari Belga
Henry hættir sem aðstoðarlandsliðsþjálfari Belga vísir/getty
Mónakó hefur staðfest að Thierry Henry sé nýr knattspyrnustjóri félagsins.

Henry skrifaði undir þriggja ára samning og er skuldbundinn félaginu fram í júní 2021. Hann hefur störf á nýjum stað á mánudag.

Aðstoðarmenn Henry verða Joao Tralhao, stjóri U23 liðs Benfica, og Patrick Kwame Ampadu, þjálfara úr akademíu Arsenal.

Frakkinn spilaði fyrir Mónakó á árunum 1993-99, lék 141 leik og skoraði 28 mörk.

„Ég vil þakka Mónakó fyrir að gefa mér þetta tækifæri, að þjálfa lið sem skiptir mig svo miklu máli. Ég er mjög ánægður að koma aftur til Mónakó og tilbúinn í að takast á við áskoranirnar sem eru fram undan,“ er haft eftir Henry í fréttatilkynningu félagsins.

Eftir tvö ár sem aðstoðarþjálfari Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu mun Henry yfirgefa þá stöðu til þess að einbeita sér að nýja starfinu.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×