Erlent

Óttast að tala látinna af völdum fellibyls hækki

Kjartan Kjartansson skrifar
Eyðileggingin af völdum Mikaels er mikil.
Eyðileggingin af völdum Mikaels er mikil. Vísir/EPA
Björgunarlið er nú byrjað að fara í gegnum svæði sem fellibylurinn Mikael lagði í rúst á norðanverðum Flórídaskaga. Staðfest er að sautján manns að minnsta kosti hafi farist og reiknað er með að sú tala eigi eftir að fara hækkandi eftir því sem leitinni á svæðinu miðar áfram um helgina.

Mikael gekk á land á Flórída á miðvikudag og var einn öflugasti fellibylur í sögu Bandaríkjanna. Heilu og hálfu bæirnir eru nánast rústir einar eftir hamfarirnar.

Átta manns hafa fundist látnir á Flórída, fimm í Virginíu, þrír í Norður-Karlólínu og einn í Georgíu. Björgunarlið hefur enn ekki komist að Mexíkóströnd á Flórída sem virðist hafa orðið verst úti í fellibylnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Íbúum þar hafði verið skipað að yfirgefa svæðið áður en fellibylurinn skall á. Engu að síður er talið að hátt í þrjú hundruð af um þúsund íbúum bæjarins hafi ákveðið að vera um kyrrt.

Hundruð manna er enn saknað þar sem Mikael gekk yfir en fjarskiptasamband liggur enn niðri víða.


Tengdar fréttir

Sex látnir og skemmdirnar gífurlegar

Yfirvöld Bandaríkjanna hafa staðfest að minnst sex eru látnir vegna fellibylsins Michael sem fer nú yfir suðausturhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×