Fótbolti

Arnar hafnaði stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá APOEL

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildar karla undir stjórn Arnars árið 2015.
Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildar karla undir stjórn Arnars árið 2015. vísir/anton
Arnari Grétarssyni var boðið starf yfirmanns knattspyrnumála hjá APOEL en gaf það frá sér. Hann hefur ekkert heyrt frá KSÍ varðandi sömu stöðu.

RÚV greindi frá þessu í dag, en í síðustu viku bárust fréttir af því að Arnar væri ofarlega á óskalistanum hjá kýpverska félaginu.

Arnar sagði í samtali við RÚV að honum hafi verið boðið starfið á dögunum þegar hann fór að skoða aðstæður. Hann fékk tvo daga til þess að hugsa sig um.

„Mér þótti starfið mjög spennandi en þar sem fjölskyldan er búin að koma sér vel fyrir er erfitt að rífa hana upp og flytja í þriðja sinn,“ sagði Arnar. „Ég gat í raun ekki ákveðið mig, en þeir voru að flýta sér að ráða mann svo ég gaf þetta í rauninni frá mér.“

Arnar hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu og Club Brugge.

Áætlanir eru að koma upp stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ á næstunni en Arnar sagðist ekkert hafa rætt við KSÍ um það starf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×