Innlent

Mikið af ís nærri landi í Jökulsárlóni

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Frá Jökulsárlóni í dag, 13.október.
Frá Jökulsárlóni í dag, 13.október. Vísir/Halli Gísla
Mikið af smáum ísjökum er í Jökulsárlóni og breytt vindátt varð til þess að ekki er unnt að sigla bátum út á lónið. Bátsferðum í jökulsárlón var hætt um klukkan ellefu í dag. Starfsmaður hjá fyrirtæki á svæðinu segir að þeir vilji ekki sigla þegar að svona mikið af smáum jökum er í lóninu og taki enga áhættu með það.

Ísinn hefur safnast saman nálægt landi í lóninu.Vísir/Halli Gísla
Í samtali fréttastofu við Veðurstofu Íslands kom fram að norðanátt hafi verið á svæðinu í gær sem gæti hafa ýtt jökunum til suðurs með fyrrgreindum afleiðingum. Ísinn er því nær landi heldur en gerist og gengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×