Fótbolti

Jafnt hjá U-17 gegn Bosníu-Hersegóvínu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Davíð Snorri Jónsson þjálfari liðsins ræðir við strákana á æfingu.
Davíð Snorri Jónsson þjálfari liðsins ræðir við strákana á æfingu. Mynd / KSÍ
U-17 ára landslið Íslands gerði jafntefli við Bosníu-Hersegóvínu í undankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu en riðill íslenska liðsins fer fram í Bosníu.

Íslenska liðið gerði 2-2 jafntefli við Úkraínu í fyrstu umferðinni og á enn möguleika á að komast áfram en tvö efstu liðin fara upp úr riðlinum og í næstu umferð undankeppninnar.

Bosnía-Hersegóvína komst yfir rétt fyrir leikhlé í leiknum í dag en örskömmu áður hafði einn leikmanna liðsins verið rekinn af velli með rautt spjald.

Einum fleiri tókst Íslandi að jafna á 68.mínútu með marki frá Ísaki Bergmann Jóhannssyni leikmanni ÍA. Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli því niðurstaðan.

Ísland mætir Gíbraltar, sem hefur tapað báðum sínum leikjum stórt, í lokaumferðinni á þriðjudag. Markatalan gæti skipt máli því auk tveggja efstu liðanna fara þau lið með bestan árangur í þriðja sæti riðlanna áfram í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×