Fótbolti

Hazard: Óviðeigandi að gagnrýna Neymar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Neymar í leik með brasilíska landsliðinu
Neymar í leik með brasilíska landsliðinu Vísir / Getty
Brasilíumaðurinn Neymar fékk harða gagnrýni eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar vegna slakrar frammistöðu og leikrænna tilburða. Nú hefur hann fengið stuðning úr óvæntri átt.

Eden Hazard leikmaður Chelsea hefur nú stigið fram og gagnrýnt umfjöllunina um Neymar og sagt hana óviðeigandi.

„Mér finnst afar óviðegandi að hann skyldi fá þessa gagnrýni. Hann kom til leiks á HM eftir að hafa átt í meiðslum, sömu meiðslum og ég varð fyrir sumarið 2017, og hafði ekki leikið knattspyrnu í lengri tíma. Ég get lofað ykkur að líkaminn er ekki tilbúinn svo stuttu eftir þannig meiðsli,“ sagði Belginn í viðtali við belgíska miðilinn HLN.

Hazard bætir við að mikil pressa hafi verið á Neymar fyrir Heimsmeistaramótið.

„Hann átti að koma með gullið heim til Brasilíu, hann átti að sýna tilþrif og ræða við fjölmiðla. Þar að auki veit ég að Neymar er þannig leikmaður að hann vill bjóða áhorfendum upp á sýningu. Það er ekki hægt að gagnrýna þannig leikmann, sérstaklega þar sem hann var ekki einu sinni lélegur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×