Erlent

Fundu líkamsleifar ungbarna í lofti útfararstofu

Andri Eysteinsson skrifar
Útfararstofunni hafði verið lokað í apríl síðastliðnum vegna myglu.
Útfararstofunni hafði verið lokað í apríl síðastliðnum vegna myglu. EPA/Raymond Boyd
Rotnandi líkamsleifar ellefu ungbarna fundust í lofti Cantrell útfararstofunnar í Detroit í Michiganríki Bandaríkjanna.

Ekki er vitað hversu lengi lík barnanna hafi verið í loftinu, yfirvöld segja að ljóst að sum þeirra hafi verið andvana fædd.

Eftirlitsmönnum barst nafnlaust bréf þar sem þeim var greint frá því að líkamsleifar ungbarna hefðu verið faldar bak við loftplötur milli fyrstu og annarrar hæðar hússins.

AP greinir frá því að yfirvöld í Detroit viti ekki hversu lengi líkin hafi verið falin.  Útfararstofan hefur verið lokuð frá því í apríl eftir að mygla fannst á líkum sem stofan hafði til varðveislu.

Varðstjóri lögreglunnar í DetroitBrian Bowser, segir líklegast að starfsmaður Útfararstofunnar beri ábyrgð á málinu.

Bowser segir einnig að yfirvöld hefðu haft samband við aðstandendur barnanna sem hefði tekist að bera kennsl á.

Forstjóri Útfararstofunnar, Jameca Boone, sagðist í viðtali við Detroit News ekki vita neitt um málið og sagðist ekki skilja hvernig þetta hefði getað gerst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×