Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun njóta aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga við úttekt sína á endurgerð braggans í Nauthólsvík. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir Vigdísi Hauksdóttur hafa afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ákveðið hefur verið að fresta breytingum á hámarksdvalartíma á tjaldsvæðinu í Laugardal. Borgarfulltrúi segir að framlenging leysi ekki vandann og að huga þurfi að varanlegri úrræðum fyrir heimilislausa.

Við hittum fólk sem nýtir sér daglega þjónustu Klúbbsins Stróks á Suðurlandi sem hefur það hlutverk að auka tengsl fólks með geðraskanir við samfélagið. Leigubílstjóri í Rangárvallasýslu gefur Strók sína hæstu einkunn.

Listamaðurinn Erró færði Listasafni Reykjavíkur heila myndlistarsýningu að gjöf við komu til landsins fyrir skömmu. Safnið á nú yfir 4000 verk eftir hann. Við hittum Erró þegar hann opnaði nýja sýningu á verkum sínum í Hafnarhúsinu í dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×