Innlent

Bandaríkjaher tilbúinn að hjálpa komi til hamfara

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Troy Roesti, undirofursti í landgönguliði Bandaríkjanna.
Troy Roesti, undirofursti í landgönguliði Bandaríkjanna. Vísir/ARNAR

Troy Roesti, undirofursti í landgönguliði Bandaríkjanna, segir að ef miklar hamfarir yrðu hér gæti herinn tekið þátt í neyðaraðstoð. Það væri þó undir stjórnvöldum hér á landi komið að heimila slíkt. Hann hefur sinnt sinnt umfangsmiklum mannúðar- og björgunarstörfum víða um heim og er hingað kominn til að deila reynslu sinni.

Roesti er staddur hér á landi í tengslum við Björgun18 – alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann segir herinn tilbúinn að aðstoða hér á landi ef aðstæður kölluðu á.

„Algerlega, og það væri auðvitað að beiðni íslenskra stjórnvalda en við erum alltaf reiðubúnir að hjálpa félögum okkar og bandamönnum hvar sem þörf krefur,“ segir Roesti.

Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli tók þátt í björgunarstörfum í Vestmannaeyjum þegar Heimaeyjargosið hófst árið 1973 og útvegaði flugvélar, þyrlur og ýmsan búnað. Roesti segir herinn ráða yfir miklum björgunarbúnaði í dag.

„Við höfum fjölbreyttan búnað, við höfum þyrlur, við höfum landgöngupramma sem geta flutt búnað úr skipi í land, við höfum trukka og vélskóflur, verkfræðibúnað, alls konar búnað, flugvélar sem geta flutt stóra farma frá Bandaríkjunum og hingað og þegar við komum hingað getum við dreift búnaðinum þangað sem hans er þörf.“

Hann segir samstarf viðbragðsaðila afar mikilvægt þegar miklar hamfarir verða.

„Það sem ég hef lært af þeim er að þeir búa yfir mikilli sérfræðiþekkingu við leit og björgun og við höfum mikla getu til að hjálpa. Best er að þekkja hvern annan og tala saman og finna og styrk og veikleika svo við getum hjálpast að til að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×