Innlent

Ferðir Herjólfs falla niður

Kjartan Kjartansson skrifar
Ekkert verður siglt fram yfir hádegi á milli lands og Eyja.
Ekkert verður siglt fram yfir hádegi á milli lands og Eyja. Vísir/Einar
Erfiðar aðstæður í Landeyjahöfn valda því að ferðir Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs hafa verið felldar niður fyrri hluta dags. Tilkynnt verður síðar í dag hvað verður um ferðir sem áætlaðar voru seinni partinn.

Í tilkynningu á Facebook-síður Herjólfs kemur fram að ferðir frá Vestmannaeyjum klukkan 11 og 13:45 og ferðir frá Landeyjahöfn klukkan 12:30 og 14:45 hafi verið felldar niður. Tilkynning um frekari siglingar í dag verði send út klukkan 15.

Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar síðdegis í gær þar sem ölduhæð og sjólag olli ófærð til Landeyjahafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×