Handbolti

ÍBV úr leik eftir ellefu marka tap

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Theodór Sigurbjörnsson  í leik með ÍBV
Theodór Sigurbjörnsson í leik með ÍBV Vísir/Vilhelm
ÍBV er úr leik í EHF bikarnum eftir ellefu marka tap fyrir franska liðinu PAUC Aix ytra í dag.

Íslandsmeistararnir unnu fyrri leikinn í Vestmannaeyjum með einu marki, 24-23, um síðustu helgi og því í ágætri stöðu fyrir leikinn í dag.

Ljóst var þó að verkefnið var ærið, enda franska liðið mjög stertkt.

Leikurinn var jafn framan af en þegar leið á fyrri hálfleikinn stigu heimamenn fram úr. Staðan í hálfleik var orðin 20-15 fyrir heimamenn og ljóst að brekkan væri orðin ansi brött fyrir ÍBV.

Um miðjan seinni hálfleik var munurinn orðinn átta mörk, 27-19, og í raun orðið ljóst að ÍBV næði ekki að vinna þennan leik.

Sigurbergur Sveinsson fékk að líta beint rautt spjald á 51. mínútu leiksins og heimamenn keyrðu yfir ÍBV á loka mínútunmm. Síðustu fimm mínúturnar fóru 4-0 fyrir heimamenn og þegar upp var staðið fór leikurinn 36-25.

Theodór Sigurbjörnsson fór fyrir markaskorun Eyjamanna, hann gerði 9 mörk. Kristján Örn Kristjánsson skoraði 6 og þeir Sigurbergur Sveinsson og Dagur Arnarsson skoruðu þrjú mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×