Fótbolti

Rakel skoraði í Íslendingaslag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir. Vísir/Getty
Rakel Hönnudóttir var á skotskónum í Íslendingaslag Kristianstads og Limhamn Bunkeflo í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Rakel skoraði fyrir gestina strax á fjórðu mínútu leiksins og Mia Persson kom stöðunni í 0-2 tveimur mínútum seinna.

Tvö mörk frá Ogonna Chukwudi sáu hins vegar til þess að jafnt var með liðunum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.

Rita Chikwelu og Amanda Edgren skoruðu sitt hvort markið á sex mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks og komu heimakonum í Kristianstad yfir 4-2, sem urðu lokatölur leiksins.

Sif Atladóttir spilaði allan leikinn fyrir Kristianstads líkt og Rakel og Anna Björk Kristjánsdóttir gerðu fyrir Limhamn.

Í Djurgården unnu Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir 2-0 sigur á Vittsjö.

Mia Jalkerud og Julia Spetsmark gerðu mörk Djurgården í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×