Erlent

Þrír létust eftir að hafa orðið fyrir flugvél

Andri Eysteinsson skrifar
Ekki liggur fyrir hvað olli því að vélin náði ekki á loft.
Ekki liggur fyrir hvað olli því að vélin náði ekki á loft. EPA/ Kipper
Þrír létust í Þýskalandi í dag þegar smáflugvél skall á þeim eftir að lending hennar mistókst.

BBC greinir frá að tveir fullorðnir og eitt barn hafi staðið við enda flugbrautar við Wasserkuppe nærri Fulda, 80km frá þýsku stórborginni Frankfurt.

Lögreglan í sambandsríkinu Hesse segir að flugmaður eins hreyfils Cessna flugvélar hafi,klukkan 15:45 að staðartíma, átt í erfiðleikum við lendingu og hafi því reynt að ná vélinni aftur á loft.

Tilraunir flugmannsins mistókust með þeim afleiðingum að flugvélin fór í gegnum varnargirðingu og á fólkið sem stóð þar fyrir aftan.

Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvað olli erfiðleikum flugvélarinnar né hvort fleiri slys hafi orðið á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×