Enski boltinn

Enn fjölgar á meiðslalistanum hjá Liverpool

Smári Jökull Jónsson skrifar
Virgil van Dijk er farinn heim til Liverpool.
Virgil van Dijk er farinn heim til Liverpool. vísir/getty
Jurgen Klopp þjálfari Liverpool er eflaust fremur áhyggjusamur þessa stundina því tveir af hans lykilleikmönnum hafa skilað sér meiddir heim eftir landsleiki síðustu daga.

Í gær bárust fréttir af því að Mohamed Salah hefði flogið heim til Liverpool eftir að hafa meiðst í landsleik gegn Svasílandi. Í dag var svo komið að Virgil Van Dijk að hoppa upp í flugvél á undan áætlun.

Hollenski varnarmaðurinn var í liði Hollands sem vann öruggan sigur á Þýskalandi í gær en í dag bárust þær fréttir að hann væri kominn heim til Liverpool eftir að meiðsli sem hann hlaut gegn Southampton fyrir nokkrum vikum tóku sig upp að nýju.

Ronald Koeman þjálfari Hollendinga tók þó fram að um varúðarráðstöfun væri að ræða en Van Dijk missir af vináttuleiknum gegn Belgum á þriðjudag.

Liverpool á leik gegn Huddersfield á laugardaginn og óvíst hvort þeir Salah og Van Dijk verði klárir í slaginn í tæka tíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×