Sport

Valdimar Hjalti í 6.sæti í kringlukasti

Smári Jökull Jónsson skrifar
Valdimar Hjalti á æfingu fyrir leikana.
Valdimar Hjalti á æfingu fyrir leikana. Vísir
Valdimar Hjalti Erlendsson keppti í dag í seinni umferð kringlukastskeppninnar á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu.

Keppnin fer fram með fremur óhefðbundnu sniði en fyrri umferðin fór fram á fimmtudag og gildir samanlögð lengd bestu kastanna í hvorri umferð til úrslita.

Valdimar var einnig í 6.sætinu eftir fyrri umferðina en þá kastaði hann 54,46 metra sem var ekki svo langt frá hans lengsta kasti sem fyrir leikana var 56,88. Hann var óheppinn í fyrri umferðinni en þá átti hann tvö köst sem voru ógild en bæði voru þau yfir hans persónulega meti.

Í dag sló hann síðan sinn besta árangur. Hann náði kasti upp á 57,46 metra í dag og skilaði það honum áframhaldandi veru í 6.sæti með köst upp á samanlagt 111,92 metra.

Sigurvegari í keppninni í dag var Connor Bell sem kastaði samanlagt 133,08 metra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×