Fótbolti

Ramos: Kane mun ekki koma mér á óvart

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ramos er búinn að vera lengi í spænska landsliðinu.
Ramos er búinn að vera lengi í spænska landsliðinu. vísir/getty
Spánn og England mætast í Þjóðadeildinni í kvöld og það mun koma í hlut Sergio Ramos að halda aftur af Harry Kane. Ramos hefur miklar mætur á Kane.

„Kane er líkamlega frábær framherji. Hann er líka teknískur og getur komið manni á óvart. Hann mun samt ekki koma mér á óvart því ég er vel undirbúinn að takast á við hann,“ sagði Ramos en lið hans, Real Madrid, hefur iðulega verið orðað við Kane.

Kane var eini leikmaðurinn sem Ramos nefndi yfir þá ensku landsliðsmenn sem gætu gert það gott í spænska boltanum.

Enski framherjinn var markahæstur á HM en hefur nú ekki skorað í sex landsleikjum í röð.

„Við verðum að sjá til þess að markaþurrð Kane með landsliðinu haldi áfram,“ sagði Ramos en hann mun spila sinn 160. landsleik fyrir Spánverja í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×