Erlent

Þrettán látnir í flóðum í Frakklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Búist er við að flóðin muni aukast þegar líður á daginn.
Búist er við að flóðin muni aukast þegar líður á daginn. EPA/GUILLAUME HORCAJUELO
Að minnsta kosti þrettán eru látnir vegna flóða í suðvesturhluta Frakklandi. Búist er við að flóðin muni aukast þegar líður á daginn.

Flætt hefur yfir götur og hafa byggingar víða eyðilagst. Innanríkisráðherra Frakklands segir að fimm manns hafi slasast og eins er saknað.

Slæmt veður hefur leitt til þess að þyrlur björgunarsveita hafi átt í vandræðum með að ná til þeirra svæða sem hafa orðið verst úti. Margir eru fastir uppi á húsþökum og hefur reynst erfitt að sigla bátum til þeirra vegna mikils straumþunga.

Búist er við að flóðin muni aukast þegar líður á daginn. Víða er búið að loka skólum og hafa íbúar á ákveðnum svæðum verið hvattir til að halda sig heima. Þeir bæir sem hafa orðið verst úti eru Conques-sur-Orbiel og Villardonnel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×