Erlent

Kafnaði eftir að skyrtan festist í rúllustiga

Atli Ísleifsson skrifar
Atvikið átti sér stað á Intervale-stöðinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Atvikið átti sér stað á Intervale-stöðinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty
Karlmaður lét lífið eftir að skyrta hans festist í rúllustiga á neðanjarðarlestarstöð í hverfinu Bronx í New York i Bandaríkjunum í gær.

Maðurinn fannst meðvitundarlaus efst í rúllustiganum þar sem hluti skyrtu hans var fastur í stiganum og kraginn herti að hálsi hans.

Sky News greinir frá því nafn mannsins hafi verið Carlos Alvarez og var hann 48 ára að aldri. Maðurinn var fluttur á Lincoln-sjúkrahúsið í suðvesturhluta Bronx þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Í upptökum öryggismyndavéla mátti sjá árangurslausar tilraunir Alvarez að losa sig. 

Giovanni Fernandez, sem varð vitni af atvikinu, segir að fjölmargir hafi reynt að koma manninum til aðstoðar en án árangurs. Mikið hafi verið af blóði.

Atvikið átti sér stað á Intervale-stöðinni og er nú til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×