Fótbolti

Gylfi: Þurfum að vinna leiki aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm
Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði Íslands, var skiljanlega svekktur í leikslok eftir að Ísland tapaði fyrir Sviss, 2-1, í Þjóðadeild UEFA.

„Við reyndum hvað við gátum til að jafna í lokin og sóttum þá á mörgum mönnum. En þetta voru svekkjandi mörk sem við fengum á okkur og við hefðum getað komið í veg fyrir þau,“ sagði Gylfi Þór eftir leikinn í kvöld.

„Ég veit ekki hvað gerðist í upphafi seinni hálfleik. Þegar þeir komust í 1-0 þá verðum við að skora og þá kannski opnaðist svæði fyrir þá. En eftir mark Alfreðs þá vorum við betri aðilinn og nær því að jafna í lokin,“ sagði hann enn fremur.

„Nýjum þjálfurum fylgja breytingar og ef þú skoðar liðið sem hefur verið að spila síðustu 4-5 árin þá eru þett alltaf sömu 12-13 leikmennirnir. Nú eru meiðsli að setja strik í reikninginn og nýir menn að koma inn. Við erum því ekki að stressa okkur um of á þessum úrslitum en auðvitað þurfum við að fara að vinna leiki aftur. Og vonandi þegar við náum aftur okkar sterkasta liði saman þá förum við að gera það,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.




Tengdar fréttir

Einkunnir Íslands: Gylfi bestur

Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki.

Kári: Auðvitað mjög pirrandi

Kári Árnason segir að Ísland hefði átt að jafna metin gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA í kvöld.

Hörður Björgvin: Fannst ég geta gert betur

Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður Íslands, var ósáttur með að tapa gegn Sviss 2-1 í Þjóðadeildinni í kvöld. Hörður fannst hann geta gert betur í mörkunum sem Ísland fékk á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×