Erlent

Castaner verður nýr innanríkisráðherra

Atli Ísleifsson skrifar
Christophe Castaner hefur gegnt embætti framkvæmdastjóra La république en marche, flokks Macron Frakklandsforseta.
Christophe Castaner hefur gegnt embætti framkvæmdastjóra La république en marche, flokks Macron Frakklandsforseta. Getty/Anadolu Agency
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur stokkað upp í ríkisstjórn sinni eftir afsagnir nokkurra þungavigtarráðherra síðustu vikurnar.

Christophe Castaner, framkvæmdastjóri La république en marche, flokks Macron, verður nýr innanríkisráðherra og tekur hann við embættinu af Gérard Collomb sem stefnir að því að verða næsti borgarstjóri Lyon.

Þingmaðurinn Franck Riester tekur við embætti menningarmálaráðherra af Françoise Nyssen og öldungadeildarþingmaðurinn Didier Guillaume verður nýr landbúnaðarráðherra.

Bruno Le Maire verður áfram fjármálaráðherra og Jean-Yves Le Drian áfram utanríkisráðherra.


Tengdar fréttir

Stuðningur við Macron fer dvínandi

Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×