Enski boltinn

Mourinho kærður og gæti misst af leiknum á móti Chelsea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho er í veseni.
José Mourinho er í veseni. Vísir/Getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir orðin sem að hann lét falla eftir 3-2 sigurinn á Newcastle fyrir landsleikjafríið.

Eftir dramatískan sigur þar sem að United lenti 2-0 undir starði Mourinho í tökuvél BT-sjónvarpstöðvarinnar og sagði á portúgölsku: „Fodas filhos de puta.“

Enska sambandið fékk varalestrarsérfræðinga til að rýna í orð Mourinho sem þýða víst að hórusynir megi gjöra svo vel og fokka sér. Ekki eitthvað sem er sniðugt að segja.

Mourinho hefur til föstudags að svara kærunni en verði hann úrskurðaður í hliðarlínubann gæti hann misst af leiknum á móti Chelsea á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×