Unnt að nota símann sem greiðslukort Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. október 2018 07:00 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Fréttablaðið/Eyþór Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. Töluverð reynsla er af þessari lausn í Bandaríkjunum. „Með því að ná í kortaappið getur þú notað símann alveg eins og þú sért með kortið í hendinni um allan heim,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Markaðinn, en hún hefur sjálf prófað appið undanfarnar vikur. „Þetta getur einfaldað lífið á margvíslegan hátt, til dæmis þegar maður fer út að hlaupa og skilur veskið eftir heima.“ Kortaappið var gert aðgengilegt í Google Play Store í byrjun október og er nú í prófunum. Skrá þarf kortaupplýsingar í appið en óþarfi er að opna appið til að greiða. Einungis þarf að opna símann og leggja hann að posanum. Þremur sekúndum eftir að færslan fer í gegn fær viðkomandi tilkynningu um viðskiptin í símann. Lilja Björk segir að Landsbankinn hafi sett stafræna þróun í forgang og að samstarfið við VISA komi sér vel í þeim efnum. „Við sláum nokkrar flugur í einu höggi með því að vera í samstarfi við stórt fyrirtæki sem sér um þróun og útbreiðslu á alþjóðavísu. Þá getum við nýtt hönnuði og þróunarteymi okkar í önnur stafræn verkefni. Eftir að við innleiddum nýtt grunnkerfi í fyrra höfum við getað sett aukinn kraft í að búa til stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini.“ Fyrst um sinn verður aðeins hægt að hlaða appinu niður í Android-símum. Það verður ekki aðgengilegt í iPhone-símum fyrr en Apple opnar fyrir Apple Pay á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Fjártækni Greiðslumiðlun Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. Töluverð reynsla er af þessari lausn í Bandaríkjunum. „Með því að ná í kortaappið getur þú notað símann alveg eins og þú sért með kortið í hendinni um allan heim,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Markaðinn, en hún hefur sjálf prófað appið undanfarnar vikur. „Þetta getur einfaldað lífið á margvíslegan hátt, til dæmis þegar maður fer út að hlaupa og skilur veskið eftir heima.“ Kortaappið var gert aðgengilegt í Google Play Store í byrjun október og er nú í prófunum. Skrá þarf kortaupplýsingar í appið en óþarfi er að opna appið til að greiða. Einungis þarf að opna símann og leggja hann að posanum. Þremur sekúndum eftir að færslan fer í gegn fær viðkomandi tilkynningu um viðskiptin í símann. Lilja Björk segir að Landsbankinn hafi sett stafræna þróun í forgang og að samstarfið við VISA komi sér vel í þeim efnum. „Við sláum nokkrar flugur í einu höggi með því að vera í samstarfi við stórt fyrirtæki sem sér um þróun og útbreiðslu á alþjóðavísu. Þá getum við nýtt hönnuði og þróunarteymi okkar í önnur stafræn verkefni. Eftir að við innleiddum nýtt grunnkerfi í fyrra höfum við getað sett aukinn kraft í að búa til stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini.“ Fyrst um sinn verður aðeins hægt að hlaða appinu niður í Android-símum. Það verður ekki aðgengilegt í iPhone-símum fyrr en Apple opnar fyrir Apple Pay á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Fjártækni Greiðslumiðlun Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun