Enski boltinn

Mourinho getur sloppið við hliðarlínubannið á móti Chelsea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho hefur um margt að hugsa í starfi stjóra Manchester United.
José Mourinho hefur um margt að hugsa í starfi stjóra Manchester United. Getty Images
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, á yfir höfði sér hliðarlínubann á laugardaginn þegar að United sækir Chelsea heim í ensku úrvalsdeildinni á laguardaginn.

Mourinho var í gær ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að segja hórusonum að fokka sér eftir dramatískan 3-2 sigur United á móti Newcastle í síðustu umferð.

Mourinho sagði orðin á portúgölsku en enska sambandið notaði portúgalskan varalesara til að þýða munnshöfnuð Mourinho með þeim afleiðingum að hann var kærður.

Hann hefur til fimm síðdegis á föstudaginn til þess að svara ákærunni en því seinna sem hann svarar því meiri líkur eru á því að hann geti staðið á hliðarlínunni á móti Chelsea.

Ef hann svarar of snemma og gefur enska sambandinu tækifæri til að fara yfir málið gæti fallið dómur fyrir leikinn en ef hann svarar rétt fyrir frestinn gefst ekki nægur tími til að fara yfir málið og þá verður hann mættur á sinn gamla heimavöll, samkvæmt frétt Sky Sports.

Svona ákærur eru ekki eins og í tilfellum leikmanna þar sem að refsing liggur oftast í augum uppi og því þarf enska knattspyrnusambandið að fara yfir málið eftir að Mourinho er búinn að gera grein fyrir máli sínu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×