Lífið

Sketsarnir í borgarstjórn

Benedikt Bóas skrifar
Ódauðlegi karakterinn Indriði úr Fóstbræðrum við hlið Eyþórs Arnalds.
Ódauðlegi karakterinn Indriði úr Fóstbræðrum við hlið Eyþórs Arnalds. skjáskot/vísir/vilhelm
Píratinn Dóra Björt Guðjónsdóttir las á borgarstjórnarfundi þekktan skets eftir bresku grínarana í Little Britain. Fréttablaðið tók saman hvaða aðra sketsa háttvirtir borgarfulltrúar gætu tekið.

Eyþór Arnalds – Indriði – Fóstbræður

Eyþór er duglegur að benda á það sem er að. Hann gæti alveg lesið upp í pontu hinn goðsagnakennda Indriða. „Hver ber ábyrgð á ofnunum hérna? Það er alltaf eitthvert bank í þeim eins og þeir séu fullir af lofti. Hver á að hleypa því út? Á ég að gera það?“ Eyþór gæti hlaðið í þennan skets nánast á hverjum fundi.





Dagur B. Eggertsson – Drekinn – Fóstbræður

Degi B. Eggertssyni mætti helst líkja við "drekinn“ sketsinn úr Fóstbræðrum.
Þegar Dagur fer yfir Braggamálið kæmi ekki á óvart að hann gripi í frægasta íslenska sketsinn frá upphafi, Drekann úr Fóstbræðrum. Hann hafi ákveðið að reka þann sem bar ábyrgð á að verkefnið fór allar þessar milljónir fram úr áætlun en sá hafi bara heyrt að hann væri drekinn og haldið áfram að vinna.





Vigdís Hauksdóttir – Mússí mússí – Fóstbræður

Vigdís Hauksdóttir og Sigurjón Kjartansson að nostra við plönturnar sínar í hlutverki sínu í Fóstbræðrum.
Vigdís er einn af fremstu garðyrkjufræðingum landsins og það kæmi ekkert á óvart næst þegar stráin við Braggann yrðu rædd að hún fengi með leyfi forseta að taka Mússí Mússí-sketsinn úr Fóstbræðrum.





Líf Magneudóttir – Hún sjálf í borgarstjórn

Líf þykir uppátækjasöm.
Hún hefur jú ullað á annan borgarfulltrúa og trúlega myndi hún bara mæta með þann skets í pontu.

Þórdís Lóa – Ofnæmisstelpan – Stelpurnar

Þórdís Lóa og Ilmur í hlutverki sínu í Stelpunum.
Þórdís hefur staðið í ströngu frá því hún kom fram á hið pólitíska svið. Það kæmi ekkert á óvart að hún fengi með leyfi forseta að lesa einhvern ódauðlegan skets um ofnæmisstelpuna sökum óþols á hinu pólitíska umhverfi. Umrætt atriði hefst 4:42 í myndbandinu hér að neðan.





Pawel Bartoszek – Euroka Moment – IT Crowd

Richard Ayoade í hlutverki sínu í IT Crowd og Pawel Bartoszek.
Pawel er alltaf að leita að auðveldari lausnum. Í IT Crowd fékk Moss mikla hugljómun þar sem hann áttaði sig á því að trúlega væri auðveldara að geyma símann sinn í skyrtuvasanum en í buxnavasanum. Þannig væri hann fljótari að svara.





Baldur Borgþórsson – Bekkpressa – Svínasúpan

Baldur Borgþórsson og Jón Gnarr í hlutverki sínu í Svínasúpunni.
Sterkasti maður borgarstjórnar gæti auðveldlega hlaðið í þennan magnaða skets úr Svínasúpunni. Hann gæti jú trúlega rifið símaskrá og það auðveldlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×