Viðskipti innlent

Kornið lokar þremur bakaríum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kornið - handverksbakarí hefur verið starfrækt í 37 ár.
Kornið - handverksbakarí hefur verið starfrækt í 37 ár. Vísir/Vilhelm
Forsvarsmenn Bakarískeðjunnar Kornið hafa í hyggju að loka þremur útibúum fyrirtækisins á næstu mánuðum; í Garðabæ, Breiðholti og við Lækjargötu. Þá íhuga stjórnendur fyrirtækisins jafnframt að loka Korninu í Borgartúni.

Haft er eftir framkvæmdastjóra Kornsins, Helgu Krístínu Jóhannsdóttur, í Morgunblaðinu að ástæðuna megi rekja til fjárhagslegrar endurskipulagningar hjá Korninu en eigendaskipti urðu hjá fyrirtækinu í fyrra.  Einkahlutafélagið sem heldur utan um reksturs Kornsins tapaði 48 milljónum króna á síðasta ári. 

Framundan sé þar að auki stefnubreyting hjá Korninu, áherslan verði framvegis lögð á hin svokölluðu hverfisbakarí auk þess sem til standi að hefja sölu heitra rétta.

Meðfram endurskipulagningunni hefur Kornið „jafnframt fjölgað vöruflokkum og endurskoðað uppskriftir,“ eins og Helga orðar það í Morgunblaðinu.

Kornið - handverksbakarí var stofnað árið 1981. Baksturinn fer að mestu fram í Kópavogi. Fyrirtækið rekur sem stendur tólf bakarí á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum undir merkjunum Kornið, Fjarðarbakarí, Árbæjarbakarí og Köku Kompaníið. Hjá fyrirtækinu starfa alls um 90 starfsmenn.


Tengdar fréttir

Investor ehf. kaupir Kornið

Kaupsamningur var undirritaður í upphafi ársins en Investor tekur yfir allan rekstur bakarísins, vörumerki og útsölustaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×