Handbolti

Missir af sínu fyrsta stórmóti í sextán ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður skrítið að sjá franska landsliðið án Karabatic enda langt síðan það gerðist síðast.
Það verður skrítið að sjá franska landsliðið án Karabatic enda langt síðan það gerðist síðast. vísir/getty
Franska handboltalandsliðið varð fyrir áfalli í dag er ljóst varð að besti handboltamaður heims, Nikola Karabatic, yrði ekki með liðinu á HM í janúar.

Karabatic fór nefnilega í aðgerð í gær og verður frá í fjóra til sex mánuði vegna meiðslanna.

„Ég hef verið að glíma við þessi meiðsli lengi eða áður en ég fór á HM 2017,“ sagði Karabatic sem hefur verið að bíta á jaxlinn lengi og þar sem hvíld í sumar skilaði honum engu var ekki hægt að fresta þessari aðgerð lengur.

Hinn 34 ára gamli Karabatic spilaði í fyrsta sinn á stórmóti árið 2003 og hefur verið með á öllum mótum síðan þá. Hér að neðan má sjá ótrúlegan árangur Karabatic með franska liðinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×