Aron Einar í byrjunarliði í sigri Cardiff

Dagur Lárusson skrifar
Aron Einar í búningi Cardiff City.
Aron Einar í búningi Cardiff City. vísir/getty


Aron Gunnar Einarsson var í byrjunarliði Cardiff í fyrsta sinn á leiktíðinni er liðið bar sigurorð á Fulham 4-2 í ensku úrvalsdeildinni í dag.

 

Það voru gestirnir frá London sem byrjuðu leikinn betur en það var Andre Schurrle sem kom þeim yfir á 11. mínútu og því strax á brattan að sækja fyrir Aron og félaga.

 

Þeir stöldruðu þó ekki lengi við og jöfnuðu metin aðeins fjórum mínútum seinna en þar var að verki Josh Murphy. 

 

Fimm mínútum seinna þá komst Cardiff yfir í fyrsta sinn í leiknum en það mark skoraði Bobby Reid. En þá var komið að liðsmönnum Fulham að jafna metin og gerðu þeir það á 34. mínútu og var það ungstirnið Ryan Sessgegnon sem skoraði jöfnunarmarkið og var staðan 2-2 í hálfleiknum.

 

Í seinni hálfleiknum voru það liðsmenn Cardiff sem voru sterkari aðilinn og náðu þeir forystunni á nýjan leik á 65. mínútu en það var Callum Paterson sem skoraði markið.

 

Liðsmenn Fulham settu mikinn kraft í sóknarleikinn til þess að jafna sem skildi eftir pláss til baka og náði Cardiff að nýta sér það á 87. mínútu þegar Kadeem Harris skoraði fjórða markið.

 

Þetta reyndust lokatölur leiksins en Aron Einar spilaði 77.mínútur í leiknum.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira