City valtaði yfir Jóa og félaga

Dagur Lárusson skrifar
Liðsmenn Pep léku á alls oddi í dag.
Liðsmenn Pep léku á alls oddi í dag. vísir/getty
Manchester City er komið með 23 stig í efsta sæti deildarinnar eftir sigur á Jóa Berg og félögum í Burnley.

 

Það var markahrókurinn Sergio Aguero sem kom City á bragðið strax á 17. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleiknum.

 

Í seinni hálfleiknum fóru liðsmenn City upp um gír og skoruðu strax tvö mörk í byrjun hálfleiksins. Það fyrra skoraði Bernardo Silva á 54. mínútu og það seinna skoraði Fernandinho á 56. mínútu.

 

Allt stefndi í 3-0 sigur City en Mahrez og Sane voru á öðru máli. Riyad Mahrez skoraði á 83. mínútu og kom City í 4-0 áður en Sane kom City í 5-0 í uppbótartíma.

 

Þetta reyndust lokatölur leiksins en Jói Berg spilaði allan leikinn. City er því á eitt á toppnum, a.m.k. um stundarsakir eða þar til leik Liverpool og Huddersfield lýkur.

 

Úrslit úr öllum leikjum dagsins:

Bournemouth 0-0 Southampton

Cardiff 3-2 Fulham

Man City 5-0 Burnley 

Newcastle 0-1 Brighton

West Ham 0-1 Tottenham

Wolves 0-2 Watford

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira