Everton kláraði Crystal Palace á lokamínútunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gylfi Þór í baráttunni í dag.
Gylfi Þór í baráttunni í dag. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton þegar liðið lyfti sér upp í 8.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Crystal Palace í eina leik dagsins í enska boltanum í dag.

Leikurinn var markalaus lengi vel og fóru liðin illa með færin. Til að mynda varði Jordan Pickford vítaspyrnu frá Luka Milivojevic og Theo Walcott klúðraði dauðafæri eftir frábæran undirbúning Gylfa.

Everton hélt hins vegar áfram að þjarma að gestunum allt til enda og það skilaði tveimur mörkum á lokakaflanum.

Bæði voru skoruð af varamönnum því Dominic Calvert-Lewin kom Everton í 1-0 á 87.mínútu og skömmu síðar gerði Cenk Tosun út um leikinn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira