Fótbolti

Maradona þarf nauðsynlega að fara í aðgerð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Maradona gengur um með spelku á öðru hnénu.
Maradona gengur um með spelku á öðru hnénu. vísir/getty
Læknir goðsagnarinnar Diego Maradona segir að Argentínumaðurinn sé sárþjáður þar sem hnén á honum séu ónýt.

Maradona hefur verið að glíma við slitgigt í fjórtán ár og nú er staðan sú að allt brjósk er farið úr hnénu. Kallinn er því kvalinn.

Margir höfðu áhyggjur af Maradona er hann skakklappaðist af æfingu á dögunum. Hann gat varla labbað og menn veltu fyrir sér hvað væri eiginlega í gangi.

„Maradona er með króníska slitgigt í báðum hnjám. Brjóskið er farið þannig að það er bara bein í bein. Þetta er alvarlegt vandamál sem gerir það að verkum að hann er mjög þjáður. Þess vegna labbar hann svona,“ sagði læknirinn sem heitir German Ochoa.

Læknirinn segir að Maradona verði að drífa sig í stóra aðgerð svo hann geti farið að labba eðlilega aftur. Hann verður aftur á móti lengi frá eftir aðgerðina sem gengur ekki upp núna þar sem hann er þjálfa knattspyrnuliðið í heimaborg Pablo Escobar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×