Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur Hringborð norðursins sem fram fer í Hörpu en allir helstu sérfræðingar heims í loftlagsmálum, sem staddir eru á þinginu, vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. En samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar þar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni.

Við rýnum í veikingu krónunnar að undanförnu en aðalástæðan er rakin til endurmats á efnahagshorfunum á Íslandi en væntingar benda til þess að hægja muni á hjólum atvinnulífsins á næstunni.

ASÍ telur að fangelsismálayfirvöld brjóti á mannréttindum fanga því réttarstaða þeirra á atvinnumarkaði sé engin.

Og við kíkjum á heræfingu NATO í Þjórsárdal þar sem hermenn kynnast íslensku veðuraðstæðum. Bóndi á svæðinu er ekki sáttur og segir hermennina í tindátaleik.

Þetta og fleira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem eru, eins og ávallt í opinni dagskrá og hefjast á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×