Innlent

Prime Tours hættir akstri

Birgir Olgeirsson skrifar
Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó.
Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó.
Skiptastjóra þrotabús Prime Tours ehf. hefur tilkynnt Strætó að öllum akstri á vegum þrotabúsins fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks hefur verið hætt.

Akstursþjónusta Strætó ítrekar að hún mun grípa til viðeigandi úrræða, í samræmi við lög og reglur sem gilda um innkaup opinberra aðila, til að tryggja að þjónustan uppfylli þær kröfur sem til hennar eru gerðar og að farþegar verði ekki fyrir óþægindum vegna þessa.

Í gærmorgun upplýsti skipaður skiptastjóri þrotabús Prime Tours ehf. um að félagið hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og að hann færi með forræði þess. Samdægurs óskaði Strætó eftir því að skiptastjóri upplýsti hvort þrotabúið hygðist neyta heimildar í lögum um gjaldþrotaskipti og taka við réttindum og skyldum fyrirtækisins samkvæmt rammasamningi um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og fatlaðra skólabarna.

Nú hefur skiptastjóri þrotabúsins tilkynnt að svo verður ekki en Strætó hefur upplýst að fyrirtækið muni grípa til viðeigandi ráðstafa til a ryggja að þjónustan uppfylli kröfur sem eru gerðar til fyrirtæksins varðandi akstursþjónustu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×