Enski boltinn

Man City nefnir völl í höfuðið á markverði Burnley

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Joe Hart varð tvívegis Englandsmeistari með Man City
Joe Hart varð tvívegis Englandsmeistari með Man City vísir/getty
Englandsmeistarar Manchester City bættu nýverið enn einum æfingavellinum við glæsilegt æfingasvæði sitt í Manchester og tóku ákvörðun um að nefna völlinn í höfuðið á markverði nágrannafélags síns, Burnley en leikmaðurinn sem um ræðir er enginn annar en Joe Hart.

Hart er í miklum metum hjá Man City þó hann hafi ekki komist nálægt byrjunarliðinu síðan árið 2016 en hann varði síðustu tveimur leiktíðum sem lánsmaður, fyrst hjá Torino á Ítalíu og svo hjá West Ham þar sem hann endaði sem varamarkvörður.

Í sumar var svo Hart seldur frá Man City til Burnley en hann hefur spilað vel í upphafi leiktíðar hjá Burnley.

Hart lék 266 leiki fyrir Man City og hjálpaði liðinu að vinna tvo Englandsmeistaratitla. Hann gerði sér ferð á fornar slóðir og vígði þennan nýja æfingavöll eins og sjá má hér fyrir neðan.

Í dag mun hann svo væntanlega standa í markinu gegn Man City því Burnley heimsækir Englandsmeistarana klukkan 14:00 í dag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×