Fótbolti

Juventus gælir við endurkomu Zidane til Ítalíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zidane gerði Real Madrid að Evrópumeisturum í vor
Zidane gerði Real Madrid að Evrópumeisturum í vor vísir/getty
Manchester United gæti þurft að flýta sér í að semja við Zinedine Zidane vilji liðið fá hann sem nýjan knattspyrnustjóra því ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á að fá Zidane til sín.

Það virðist aðeins tímaspursmál hvenær Jose Mourinho verður látinn fara frá Manchester United eftir slæma byrjun á tímabilinu. Zidane er talinn efstur á óskalista forráðamanna United sem arftaki Mourinho. Hann yfirgaf starf sitt hjá Real Madrid í sumar eftir að hafa gert liðið að Evrópumeisturum þriðja árið í röð. 

Zidane gæti þó orðið erfiður fengur þar sem Ítalíumeistararnir vilja gera hann að nýjum framkvæmdarstjóra félagsins. Beppe Marotta hættir sem framkvæmdarstjóri á næstu vikum og samkvæmt ítalska miðlinum Tuttosport vilja forráðamenn Juventus fá Zidane í sæti Marotta.

Massimiliano Allegri yrði áfram knattspyrnustjóri Juventus.

Zidane var á mála hjá Juventus á árunum 1996-2001 og vann meðal annars Ballon d'Or verðlaunin sem besti leikmaður heims á meðan hann spilaði fyrir ítölsku risana.


Tengdar fréttir

Beckham vill að Zidane stýri nýja liðinu

Zinedine Zidane gæti verið á leið til Bandaríkjanna þar sem hann mun taka við stöðu knattspyrnutjóra hjá Inter Miami, nýja félagsliðinu hans David Beckham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×