Trump-liðar kæra Kaliforníu vegna nethlutleysis Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2018 16:45 Ajit Pai, forstjóri Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna, segir lög Kaliforníu um nethlutleysi koma niður á neytendum. EPA/JIM LO SCALZO Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kært yfirvöld Kaliforníu vegna lagasetningar um nethlutleysi. Kalifornía hefur sett ströngustu lög um nethlutleysi sem sést hafa í kjölfar þess að ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felldi reglur um nethlutleysi úr gildi í fyrra.Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Lög Kaliforníu voru samþykkt í gær og einungis nokkrum klukkustundum síðar lýsti Dómsmálaráðuneytið því yfir að lögin yrðu kærð á þeim grundvelli að einstök ríki gætu ekki sett slík lög. Það væri á borði alríkisstjórnar Bandaríkjanna, þar sem að í rauninni væri um að ræða viðskipti á milli ríkja. Lögunum er ætlað að taka gildi þann 1. janúar. Ríkisstjórn Trump hefur áður höfðað mál gegn Kaliforníu vegna laga ríkisins um umhverfisvernd og innflytjendur.Vald sem ekk eigi að vera á höndum fárra Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, sagði í gær að ríkisstjórn Trump væri að hunsa vilja milljóna Bandaríkjamanna sem hefðu lýst yfir eindregnum stuðningi við nethlutleysi. Þá sagði hann ríkið hýsa fjöldann allan af sprotafyrirtækjum, tæknirisum og um 40 milljónir netnotenda. Yfirvöld Kaliforníu myndu ekki leifa nokkrum valdamiklum aðilum að ráða því hvaðan íbúar fái upplýsingar og hvaða síður eigi að vera lengur en aðrar að hlaðast inn. Heilt yfir litið var niðurfelling nethlutleysis sigur fyrir stóra þjónustuaðila Bandaríkjanna eins og Comcast Corp, AT&T og Verizon Communications Inc. Tæknifyrirtæki eins og Facebook, Amazon og Alphabet (móðurfélag Google) voru andsnúin niðurfellingunni. Samkvæmt lögum Kaliforníu mega þjónustuaðilar ekki hægja á síðum né rukka fyrirtæki fyrir hraðari aðgang eða streymi. Forsvarsmenn smærri fyrirtækja segjast hafa áhyggjur af því að ráða ekki við að greiða þjónustuaðilum til að tryggja dreifingu efnis þeirra. Mörg önnur ríki Bandaríkjanna vinna að eigin lagasetningu varðandi nethlutleysi, samkvæmt Washington Post, og því þykir líklegt að málið muni jafnvel fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kært yfirvöld Kaliforníu vegna lagasetningar um nethlutleysi. Kalifornía hefur sett ströngustu lög um nethlutleysi sem sést hafa í kjölfar þess að ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felldi reglur um nethlutleysi úr gildi í fyrra.Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Lög Kaliforníu voru samþykkt í gær og einungis nokkrum klukkustundum síðar lýsti Dómsmálaráðuneytið því yfir að lögin yrðu kærð á þeim grundvelli að einstök ríki gætu ekki sett slík lög. Það væri á borði alríkisstjórnar Bandaríkjanna, þar sem að í rauninni væri um að ræða viðskipti á milli ríkja. Lögunum er ætlað að taka gildi þann 1. janúar. Ríkisstjórn Trump hefur áður höfðað mál gegn Kaliforníu vegna laga ríkisins um umhverfisvernd og innflytjendur.Vald sem ekk eigi að vera á höndum fárra Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, sagði í gær að ríkisstjórn Trump væri að hunsa vilja milljóna Bandaríkjamanna sem hefðu lýst yfir eindregnum stuðningi við nethlutleysi. Þá sagði hann ríkið hýsa fjöldann allan af sprotafyrirtækjum, tæknirisum og um 40 milljónir netnotenda. Yfirvöld Kaliforníu myndu ekki leifa nokkrum valdamiklum aðilum að ráða því hvaðan íbúar fái upplýsingar og hvaða síður eigi að vera lengur en aðrar að hlaðast inn. Heilt yfir litið var niðurfelling nethlutleysis sigur fyrir stóra þjónustuaðila Bandaríkjanna eins og Comcast Corp, AT&T og Verizon Communications Inc. Tæknifyrirtæki eins og Facebook, Amazon og Alphabet (móðurfélag Google) voru andsnúin niðurfellingunni. Samkvæmt lögum Kaliforníu mega þjónustuaðilar ekki hægja á síðum né rukka fyrirtæki fyrir hraðari aðgang eða streymi. Forsvarsmenn smærri fyrirtækja segjast hafa áhyggjur af því að ráða ekki við að greiða þjónustuaðilum til að tryggja dreifingu efnis þeirra. Mörg önnur ríki Bandaríkjanna vinna að eigin lagasetningu varðandi nethlutleysi, samkvæmt Washington Post, og því þykir líklegt að málið muni jafnvel fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira