Trump-liðar kæra Kaliforníu vegna nethlutleysis Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2018 16:45 Ajit Pai, forstjóri Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna, segir lög Kaliforníu um nethlutleysi koma niður á neytendum. EPA/JIM LO SCALZO Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kært yfirvöld Kaliforníu vegna lagasetningar um nethlutleysi. Kalifornía hefur sett ströngustu lög um nethlutleysi sem sést hafa í kjölfar þess að ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felldi reglur um nethlutleysi úr gildi í fyrra.Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Lög Kaliforníu voru samþykkt í gær og einungis nokkrum klukkustundum síðar lýsti Dómsmálaráðuneytið því yfir að lögin yrðu kærð á þeim grundvelli að einstök ríki gætu ekki sett slík lög. Það væri á borði alríkisstjórnar Bandaríkjanna, þar sem að í rauninni væri um að ræða viðskipti á milli ríkja. Lögunum er ætlað að taka gildi þann 1. janúar. Ríkisstjórn Trump hefur áður höfðað mál gegn Kaliforníu vegna laga ríkisins um umhverfisvernd og innflytjendur.Vald sem ekk eigi að vera á höndum fárra Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, sagði í gær að ríkisstjórn Trump væri að hunsa vilja milljóna Bandaríkjamanna sem hefðu lýst yfir eindregnum stuðningi við nethlutleysi. Þá sagði hann ríkið hýsa fjöldann allan af sprotafyrirtækjum, tæknirisum og um 40 milljónir netnotenda. Yfirvöld Kaliforníu myndu ekki leifa nokkrum valdamiklum aðilum að ráða því hvaðan íbúar fái upplýsingar og hvaða síður eigi að vera lengur en aðrar að hlaðast inn. Heilt yfir litið var niðurfelling nethlutleysis sigur fyrir stóra þjónustuaðila Bandaríkjanna eins og Comcast Corp, AT&T og Verizon Communications Inc. Tæknifyrirtæki eins og Facebook, Amazon og Alphabet (móðurfélag Google) voru andsnúin niðurfellingunni. Samkvæmt lögum Kaliforníu mega þjónustuaðilar ekki hægja á síðum né rukka fyrirtæki fyrir hraðari aðgang eða streymi. Forsvarsmenn smærri fyrirtækja segjast hafa áhyggjur af því að ráða ekki við að greiða þjónustuaðilum til að tryggja dreifingu efnis þeirra. Mörg önnur ríki Bandaríkjanna vinna að eigin lagasetningu varðandi nethlutleysi, samkvæmt Washington Post, og því þykir líklegt að málið muni jafnvel fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kært yfirvöld Kaliforníu vegna lagasetningar um nethlutleysi. Kalifornía hefur sett ströngustu lög um nethlutleysi sem sést hafa í kjölfar þess að ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felldi reglur um nethlutleysi úr gildi í fyrra.Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Lög Kaliforníu voru samþykkt í gær og einungis nokkrum klukkustundum síðar lýsti Dómsmálaráðuneytið því yfir að lögin yrðu kærð á þeim grundvelli að einstök ríki gætu ekki sett slík lög. Það væri á borði alríkisstjórnar Bandaríkjanna, þar sem að í rauninni væri um að ræða viðskipti á milli ríkja. Lögunum er ætlað að taka gildi þann 1. janúar. Ríkisstjórn Trump hefur áður höfðað mál gegn Kaliforníu vegna laga ríkisins um umhverfisvernd og innflytjendur.Vald sem ekk eigi að vera á höndum fárra Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, sagði í gær að ríkisstjórn Trump væri að hunsa vilja milljóna Bandaríkjamanna sem hefðu lýst yfir eindregnum stuðningi við nethlutleysi. Þá sagði hann ríkið hýsa fjöldann allan af sprotafyrirtækjum, tæknirisum og um 40 milljónir netnotenda. Yfirvöld Kaliforníu myndu ekki leifa nokkrum valdamiklum aðilum að ráða því hvaðan íbúar fái upplýsingar og hvaða síður eigi að vera lengur en aðrar að hlaðast inn. Heilt yfir litið var niðurfelling nethlutleysis sigur fyrir stóra þjónustuaðila Bandaríkjanna eins og Comcast Corp, AT&T og Verizon Communications Inc. Tæknifyrirtæki eins og Facebook, Amazon og Alphabet (móðurfélag Google) voru andsnúin niðurfellingunni. Samkvæmt lögum Kaliforníu mega þjónustuaðilar ekki hægja á síðum né rukka fyrirtæki fyrir hraðari aðgang eða streymi. Forsvarsmenn smærri fyrirtækja segjast hafa áhyggjur af því að ráða ekki við að greiða þjónustuaðilum til að tryggja dreifingu efnis þeirra. Mörg önnur ríki Bandaríkjanna vinna að eigin lagasetningu varðandi nethlutleysi, samkvæmt Washington Post, og því þykir líklegt að málið muni jafnvel fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira