Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 21:02 Flugvél flugfélagsins Primera Air. Vísir/Getty Farþegar sem áttu far með Primera Air frá London til Bandaríkjanna fengu að vita af gjaldþroti flugfélagsins þegar þeir biðu á Stansted-flugvelli í dag. Þúsundir breskra viðskiptavina félagsins eru sagðir fastir í Norður-Ameríku og Evrópu vegna gjaldþrotsins. Stjórn Primera Air hefur sagt gjaldþrotið ekki koma niður á farþegum íslenskra ferðaskrifstofa. Breska blaðið The Independent segir að Stansted-flugvöllur hafi lagt hald á að minnsta kosti eina flugvél Primera Air. Farþegar sem ætluðu að fara til Washington-borgar hafi beðið úti í vél á meðan að flugstjórarinn beið fyrirmæla. Þeir sem ætluðu með félaginu til New York hafi aldrei fengið að fara um borð. Margir farþeganna hafi verið Bandaríkjamenn á leið heim til sín. Þúsundir Breta sitji að sama skapi fastir í Norður-Ameríku og á meginlandi Evrópu. Flugmiðar þeirra heim séu nú verðlausir en að auki sitji fjöldi manns sem hafði krafist bóta vegna raskana á ferðum Primera Air í sumar eftir með sárt ennið. Blaðið segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá reiðum viðskiptavinum Primera Air vegna lélegrar þjónustu fyrirtækisins, ekki síst eftir að félagið féll frá áformum um Bandaríkjaflug frá Bretlandi. Norrænir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að fleiri hundruð farþega danskra og sænskra ferðaskrifstofa sitji föst eftir gjaldþrotið. Í yfirlýsingu stjórnar Primera Air í dag kom fram að farþegar íslenskra ferðaskrifstofa ættu ekki að verða fyrir áhrifum af gjaldþrotinu. Tékkneskt leiguflugfélag hafi tekið yfir samninga Primera Air. Einni ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær samkvæmt flugáætlun á vef Keflavíkurflugvallar. Ekki er ljóst hvað varð um þá farþega sem áttu miða í þá ferð. Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Isavia verður fyrir einhverju fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Primera Air. Samgöngustofa minnir á að viðskiptavinir félagsins hafi ýmis réttindi. 1. október 2018 20:21 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Farþegar sem áttu far með Primera Air frá London til Bandaríkjanna fengu að vita af gjaldþroti flugfélagsins þegar þeir biðu á Stansted-flugvelli í dag. Þúsundir breskra viðskiptavina félagsins eru sagðir fastir í Norður-Ameríku og Evrópu vegna gjaldþrotsins. Stjórn Primera Air hefur sagt gjaldþrotið ekki koma niður á farþegum íslenskra ferðaskrifstofa. Breska blaðið The Independent segir að Stansted-flugvöllur hafi lagt hald á að minnsta kosti eina flugvél Primera Air. Farþegar sem ætluðu að fara til Washington-borgar hafi beðið úti í vél á meðan að flugstjórarinn beið fyrirmæla. Þeir sem ætluðu með félaginu til New York hafi aldrei fengið að fara um borð. Margir farþeganna hafi verið Bandaríkjamenn á leið heim til sín. Þúsundir Breta sitji að sama skapi fastir í Norður-Ameríku og á meginlandi Evrópu. Flugmiðar þeirra heim séu nú verðlausir en að auki sitji fjöldi manns sem hafði krafist bóta vegna raskana á ferðum Primera Air í sumar eftir með sárt ennið. Blaðið segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá reiðum viðskiptavinum Primera Air vegna lélegrar þjónustu fyrirtækisins, ekki síst eftir að félagið féll frá áformum um Bandaríkjaflug frá Bretlandi. Norrænir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að fleiri hundruð farþega danskra og sænskra ferðaskrifstofa sitji föst eftir gjaldþrotið. Í yfirlýsingu stjórnar Primera Air í dag kom fram að farþegar íslenskra ferðaskrifstofa ættu ekki að verða fyrir áhrifum af gjaldþrotinu. Tékkneskt leiguflugfélag hafi tekið yfir samninga Primera Air. Einni ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær samkvæmt flugáætlun á vef Keflavíkurflugvallar. Ekki er ljóst hvað varð um þá farþega sem áttu miða í þá ferð.
Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Isavia verður fyrir einhverju fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Primera Air. Samgöngustofa minnir á að viðskiptavinir félagsins hafi ýmis réttindi. 1. október 2018 20:21 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Isavia verður fyrir einhverju fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Primera Air. Samgöngustofa minnir á að viðskiptavinir félagsins hafi ýmis réttindi. 1. október 2018 20:21
Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur