Enski boltinn

Erfið ákvörðun fyrir Alisson að yfirgefa Roma: „Ég grét í langan tíma“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alisson Becker.
Alisson Becker. vísir/getty
Brasilíski markvörðurinn Alisson segist hafa fellt tár þegar hann ákvað að yfirgefa Roma fyrir Liverpool í sumar.

Liverpool gerði hinn 26 ára Alisson að dýrasta markverði heims þegar liðið keypti hann frá Roma fyrir 67 milljónir punda í júlí.

Alisson sagði það hafa verið mjög erfiða ákvörðun að yfirgefa Roma.

„Ég grét í langan tíma með konunni minni,“ sagði Alisson við Gazzetta dello Sport. „Í huganum ákvað ég að fara til Liverpool en hjarta mitt var fullt af tárum.“

„Ég eyddi tveimur sérstökum árum í Rome, dóttir mín fæddist þar og ég eignaðist marga vini fyrir utan fótboltann.“

„Ég tók ákvörðun fyrir ferilinn, skref fram á við, og Roma fékk stóra summu fyrir.“

„Ég er með háleit markmið eins og Liverpool og núna spila ég í mikilvægustu deild í heimi,“ sagði Alisson.

Liverpool mætir Napólí á útivelli í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×