Körfubolti

Yngsti Ball-bróðirinn í slagsmálum í Litháen | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LaMelo Ball hefur verið mikið í Litháen síðasta árið. Hann er hugsanlega búinn að fá nóg?
LaMelo Ball hefur verið mikið í Litháen síðasta árið. Hann er hugsanlega búinn að fá nóg? vísir/getty
Það gustar alltaf um Ball-körfuboltafjölskylduna og nú var það yngsti bróðirinn, LaMelo, sem fékk athyglina eftir að hafa slegið andstæðing í Litháen.

Þar var hann að spila með úrvalsliði ungra leikmanna úr deildinni sem LaVar Ball stofnaði.





Andstæðingur LaMelo sló hann létt aftan í hnakkann og því var svarað með föstum kinnhest. Þá varð fjandinn laus og leikmenn slógust á vellinum en þó ekki lengi.

Hinn 17 ára LaMelo var sendur í sturtu sem og andstæðingurinn sem slóst við hann. Lið Ball var 15 stigum yfir er slagsmálin hófust en tapaði svo leiknum, 124-116.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×