Enski boltinn

Birkir spilaði allan leikinn í ótrúlegu jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir fagnar marki í kvöld.
Birkir fagnar marki í kvöld. vísir/getty
Birkir Bjarnason lék allan leikinn á miðjunni er Aston Villa gerði 3-3 jafntefli við Preston í kvöld en leikurinn var liður í elleftu umferð ensku B-deildarinnar.

Fyrri hálfleikurinn gekk heldur betur vel hjá Aston Villa sem voru 2-0 yfir í leikhlé með mörkum frá Jonathan Kodija og Tammy Abraham.

Í upphafi síðari hálfleiks fékk hins vegar James Chester, varnarmaður Aston Villa, rautt spjald og það fór allt á hliðina hjá Aston Villa.

Preston skoraði þrjú mörk og það síðasta fjórum mínútum fyrir leikslok og virtust vera að tryggja sér stigin þrjú á Villa Park.

Yannick Bolasie jafnaði hins vegar metin í uppbótartíma og tryggði Aston Villa eitt stig en þeir eru í tólfta sæti deildarinnar með fimmtán stig.

Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahóp Reading sem tapaði 0-1 fyrir QPR á heimavelli. Reading er í 20. sætinu með níu stig eftir ellefu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×