Enski boltinn

Kompany um leikinn gegn Liverpool: „Meira undir en bara þrjú stig“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kompany í 2-1 sigri City á Hoffenheim í gær.
Kompany í 2-1 sigri City á Hoffenheim í gær. vísir/getty
Það er stórleikur í ensku úrvalsdeildinni um helgina en á sunnudaginn ferðast Manchester City til Liverpool og mætir þeim rauðklæddu á Anfield.

Viðureignir þessara liða undanfarin ár hafa verið frábær skemmtun og á síðasta tímabili mættust liðin í stórskemmtilegu einvígi í Meistaradeild Evrópu.

„Þetta er risa leikur. Bæði lið eru á toppnum í deildinni á þessum tímapunkti,” sagði Kompany er hann ræddi um stórleik helgarinnar.

„Það er of snemmt að segja það en manni líður eins og það sé meira en bara þrjú stig undir í þessum leik.” Liðin eru jöfn á toppi deildarinnar en City er í fyrsta sætinu á markatölu.

„Þessir leikir eru þeir leikir sem þú villt alltaf vinna. Þeir eru í góðu formi og eru á heimavelli svo þetta verður erfiður leikur fyrir okkur en ég held að þetta lið hafi sýnt að okkar líkar vel við svona leiki.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×